GWRRA IS-A Iceland, Region V (The Viking Region)



Hér er hugsuninn að koma skilaboðum til ört stækkandi samfélags Gold Wing & Valkyrju eigenda á Íslandi. This site is intended to get messages to growing population of Gold Wing & Valkyre Owners in Iceland

AND NOW ALSO IN ENGLISH

Saturday, December 11, 2004

Gold Wing Road Riders Assoc.


Fundur haldin 31 0kt 2004

Gold Wing Road Riders Association (GWRRA)
Tilkynnir hér með stofnun deildar (Chapter) á Íslandi og hefur Deildin fengið skammstöfunina IS-A. IS fyrir Ísland og A stendur fyrir fyrstu deildina sem stofnuð er, ef önnur deild verður stofnuð skal hún bera stafina IS-B og svo koll af kolli.

GWRRA Chapter IS-A var stofnuð 31.10 2004 í Garðabæ sóttu fundinn 16 áhugasamir Gold Wing eigendur sem sumir hverjir hafa þegar skráð sig hjá GWRRA
Var boðið uppá Sunday Brunch farið yfir málefnin og GWRRA kynnt.

Gold Wing Road Riders Association (GWRRA) með höfuðstöðvar í Phoenix, Arizona, eru stærstu eigenda samtök Gold Wing og Valkyrju eigenda stofnað 1977 í Bandaríkjunum og nú 27 árum síðar eru um 80.000 meðlimir í 53 löndum. Hægt er að fræðast um starfsemina hér http://www.gwrra.org/ Mottó samtakana er Skemmtun, Öryggi, Þekking. (Fun, Safety, Knowledge.)

Ef þú átt Gold Wing eða Valkyrju og langar til að ganga til liðs við okkur eða einfaldlega fræðast hafðu þá samband. Þegar þetta er ritað eru 17 skráðir meðlimir í Íslandsdeildinni

Örn Eiríksson
Chapter Director
E-mail: Orne@igs.is

Þórhallur S. Steinarsson
Assistant Chapter Director
E-mail: tss@olis.is

James Alexandersson
District Director
E-mail: jamesa@internet.is



0 Comments:

Post a Comment

<< Home