Ferð sumardaginn fyrsta
19. apríl eða sumardaginn fyrsta fara Ernir í hópkeyrslu. Farið verður frá H88 kl. 11.00 leiðin liggur út á Garðskaga staldrað þar við, síðan höldum við í átt til Sandgerðis og síðan til Reykjavíkur upp að litlu kaffistofunni.
Næst liggur leiðin um Þrengslin og hjólað suðurstöndina stoppað á Olís á Selfossi. Þaðan förum við til Þingvalla og tökum Nesjavallaleið heim (ef hún er fær) annars beint í Mosó. Reiknum með að allur dagurinn fari í þetta. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hagstæðir annars verður farið styttra.
Hvernig væri að Væng og Valkyrjueigendur tækju þátt í þessu???
Þeir sem hafa áhuga mæti kl 10:00 við Esso stöðina Lækjargötu Hafnarfirði brottför í síðasta lagi 10:30 suðureftir allir velkomnir líka þeir sem ekki eru á fyrrgreindum tegundum
0 Comments:
Post a Comment
<< Home