Í dag 3. júní voru samþykkt frumvarp til breytinga á umferðlögum, bann við drætti á mótorhjólum er fellt niður enn og aftur til hamingju.
Alþingi 132. löggjafarþing. 124. fundur.
Atkvæðagreiðsla 35374
503. mál. umferðarlög(EES-reglur o.fl.)Þskj. 735. með áorðn breyt á þskj.116203.06.2006 15:08
SamþykktAtkvæði féllu þannig:
Já 27, nei 0, greiddu ekki atkv. 20
fjarvist 2, fjarverandi 14
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
a. Liðurinn Bifhjól orðast svo: Bifhjól:
a. Vélknúið ökutæki sem hvorki telst bifreið né torfærutæki, er aðallega ætlað til fólks- eða farmflutninga og er á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur, fjórum eða fleiri hjólum og innan við 400 kg að eigin þyngd.
b. Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til farmflutninga, er a.m.k. á fjórum hjólum og innan við 550 kg að eigin þyngd án rafgeyma, sé það rafknúið
8.Grein Eftirfarandi breytingar verða á 62. gr. laganna: a. Á eftir orðinu „bifreið“ í 1. mgr. kemur: bifhjól. b. Orðin „bifhjól og“ í 3. mgr. falla brott. Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
a. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo: Hver sá sem situr í sæti bifhjóls sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifhjólið er á ferð.
b. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Öryggisbelti og annar öryggis- og verndarbúnaður við akstur bifhjóla.
Skýring á 8. grein.Um 8. gr. Fellt er niður bann við því að tengja megi eftirvagn eða tengitæki við bifhjól. Ekki er talin þörf á banninu í lögum enda eru í reglugerð um gerð og búnað ökutækja settar reglur um þann tengibúnað sem vera skal á bifhjóli til þess að tengja megi við það eftirvagn eða tengitæki