Landsmót bifhjólamanna 2007
Ágæta bifhjólafólk,
Sú nýbreytni verður á í sumar að það sem hingað til hefur verið Landsmót Snigla verður nú Landsmót bifhjólafólks. Sniglarnir samþykktu á síðasta Aðalfundi sínum að gera tilraun og gefa öllu bifhjólafólki mótið, ekki svo að skilja að allir hafi ekki verið velkomnir heldur hafa margir sem ekki eru Sniglar ekki vilja koma inná þeirra Landsmót.
Dagskráin á mótinu breytist ekki svo mikið en mótið fær nýtt nafn og nýtt merki og ef vel tekst til þá væri skemmtilegt að bifhjólafélögin í landinu skiptust á að halda mótið og gerðu það þá með sínu nefi. Þetta gæti orðið kynning og fjáröflun félaganna í framtíðinni.
Í ár verður Landsmót bifhjólafólks í Skúlagarði við Ásbyrgi helgina 5-8. júlí. Dagskráin er ekki alveg komin í fastar skorður en það verður lifandi tónlist 3 kvöld, leikjadagskrá 2 daga, súpa, steik, líf og fjör. Mótið er ekki ætlað börnum og engin dagskrá við höfð fyrir börn og ef fólk ákveður að koma með börnin sín með sér þá eru þau algjörlega á ábyrgð foreldra. Hundar og önnur gæludýr eru bönnuð á svæðinu.
Landsmót eru staður þar sem maður hittir og kynnist öðru bifhjólafólki og á skemmtilega helgi. Alltaf hefur komið eitthvað af útlendingum á mótið, sumir hverjir ár eftir ár því þetta hefur verið skemmtilegasta mót sem þeir hafa upplifað. Við getum haldið áfram að hafa þetta svona skemmtileg og jafnvel enn betra með því að taka höndum saman og mæta á Landsmót bifhjólafólks ALLS.
Hlökkum til að sjá ný andlit, ný félög, flottar fánaskreyttar tjaldbúðir og gríðarlega stemmningu.
Kveðja Landsmótsnefnd 2007
0 Comments:
Post a Comment
<< Home