Fékk þetta sent vegna Landsmóts
Sælir félagar, jæja nú er alveg að líða að Landsmóti og ég geri ráð fyrir að allir séu að farast úr spenningi, ég er allavega farin að iða í skinninu ég hlakkar svo til.
Við getum flutt farangur fyrir fólk á Landsmótsstað og til baka. Ef þið viljið nýta ykkur það verður að koma honum til formanns Snigla (Addý sími; 8212488, 8402260) í síðasta lagi á þriðjudagskvöld.
Okkur vantar ennþá nokkra í gæslu. Tilvalin leið til að lækka kostnaðinn við ferðina. Vinna þarf 2* 6 klst vaktir. Við það að skila af sér þessari bráðskemmtilegu vinnu fæst Landsmótsgjaldið endurgreitt (kr 6000). Takið eftir það þarf að greiða sig inná mótið en svo fæst gjaldið endurgreitt.
Nú þegar mótið er í fyrsta skipti alls bifhjólafólks þá efast ég ekki um að sjá ykkur öll, og geri mér svo vonir um að klúbbarnir bíði í röðum eftir að fá að halda næsta mót.
Hlakka til að sjá ykkur, Landsmóts kveðja Dagrún; Snigill, Jarþrúður, Gamlingi, H-Dc ice félagi, #10 félagi
0 Comments:
Post a Comment
<< Home